Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 13:32 Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun