Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Danielle Rodriguez. Vísir/Vilhelm „Ég er spennt. Mjög spennt. Þetta hefur verið í vinnslu í tvö ár og þetta er eitthvað sem ég hef viljað og beðið eftir í tvö ár, svo spennan er mikil,“ segir Danielle Rodriguez sem mun þreyta frumraun sína fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira