Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Danielle Rodriguez. Vísir/Vilhelm „Ég er spennt. Mjög spennt. Þetta hefur verið í vinnslu í tvö ár og þetta er eitthvað sem ég hef viljað og beðið eftir í tvö ár, svo spennan er mikil,“ segir Danielle Rodriguez sem mun þreyta frumraun sína fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira