Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 09:02 Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar