Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:15 Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun