Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. nóvember 2024 08:47 Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun