Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar