Skoðun

Væri ekki í lagi að gefa Sjálf­stæðis­flokknum, Fram­sóknar­flokknum og Vinstri-grænum frí?

Kjartan Eggertsson skrifar

Afrakstur 7 ára ríkisstjórnarsamstarfs þessara flokka er skelfilegur. Nokkur dæmi:

1. Skortur á íbúðahúsnæði

2. Vextir íbúðalána himinháir.

3. 60 þúsund heimili eiga varla fyrir afborgunum á húsnæði sínu eða leigugjöldum.

4. Tugum milljarða eytt í hælisleitendur og landmæri Ísland opin nánast hverjum sem er.

5. Eldra fólk sem ekki er í vinnu eða fær ekki vinnu býr við afar þröngan kost og ekkert fjárhagsöryggi.

6. Í samvinnu við ríkisstjórnina en enn þrengt að flugvellinum í Vatnsmýri og öryggi hans.

7. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að laga samgöngur á helstu umferðaræðum höfuðborgarinnar, þó svo hættulegt umferðaröngþveiti skapist þar daglega á stórum gatnamótum.

8. Íslenskukunnáttu ungmenna hrakar.

9. Enn er bráðamóttaka Landsspítalans alla daga yfirfull og hættuástand ávallt yfirvofandi.

10. Í hverju viku kaupa erlendir aðilar upp bújarðir á Íslandi á nokkurra skilyrða.

11. Ráðist er að atvinnugreinum og gerð tilraun til að banna þær á forsendum tilfinningasemi og uppspuna meintra náttúruverndarsinna um dýraníð.

12. Milljörðum er eytt í málefni loftslagsvár af mannavöldum þó engar vísindalegar sannanir liggi að baki.

13. Dælt er inn í íslenskt réttarkerfi lögum og reglugerðum frá Evrópusambandinu sem íþyngja atvinnugreinum og valda gríðarlegum kostnaði við óþarfa eftirlit og truflun á starfsemi fyrirtækja.

14. Áfram er sótt að sjávarbyggðum og smábátaflotanum með ofstjórn við þorskveiðar og grásleppuveiðar.

Og svo má nefna nokkur áform sem runnu út í sandinn eins og byggingu 700 hjúkrunarrýma, þjóðarhöll í Laugadal, meðferðarheimili fyrir unglinga og björgunarmiðstöð.

Höfundur er tónlistarkennari og er í 5. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður fyrir Alþingiskosningar 2024.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Skoðun

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×