60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:01 Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun