Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:50 SigurÝur Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30. Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30.
Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent