Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 4. nóvember 2024 16:15 Bob Marley er líklegast einn mesti friðarsinni síðustu áratugina ásamt John Lennon og Ghandi. Bob Marley sá heiminn ekki eins og ,,Ég og þú." Eða ,,Við og þeir." Hann sá heiminn eins og ,,Ég og Ég." Eining. Hann sá heiminn sem einingu og barðist friðsamlega með tónlist sinni sem fjallaði mest um ást, frið og einingu mannkyns. Hann barðist friðsamlega með ástríðu sinni, sköpunargáfu og röddinni sinni. Með tónlist sinni. Strákur sem fæddist í fátækt og varð vegna skilaboða sinna og karakters ein stærsta tónlistar og friðarstjarna plánetunnar. Hann reyndi að vekja mannkynið upp á mjög erfiðum tímum, stríðstímum. Og tónlist hann og skilaboð um frið og einingu eru ennþá að berast um jörðina þó hann sé farinn af jörðinni. Hann er ennþá að hafa áhrif á mannkynið til góðs vegna þess hvað hann skildi eftir sig. Boðskap um frið, ást og einingu mannkyns. Tónlist hans um frið, einingu og ást er spiluð á hverjum degi um alla jörðina og berst áfram til nýrra kynslóða. ,,Ég og Èg." ,,Ein spegilmynd." ,,Við erum öll eitt." - Bob Marley Þannig leiðtoga þurfum við á Íslandi. Við þurfum leiðtoga sem sjá okkur öll sem eitt eins og Bob Marley. Við þurfum leiðtoga sem hjálpar öllu landinu en ekki bara hlutum þess og ákveðnu fólki heldur öllum. Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir réttlæti ALLRA. Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir heilbrigðiskerfinu okkar, skólakerfinu, sköttum, húsnæðismálum og svo framvegis en tala bara ekki um það. Við þurfum leiðtoga sem ,,gera" en ekki bara ,,tala." Við þurfum leiðtoga sem hugsa: ,,Einn fyrir alla, allir fyrir einn." Við þurfum leiðtoga sem hugsar um ÞIG en ekki bara ÞÁ. Við þurfum leiðtoga með ástríðu eins og Bob Marley til að byggja landið upp á réttan og góðan hátt fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir framtíðinnar. Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í Íslensku þjóðinni. Við þurfum leiðtoga sem sameinar en aðskilur ekki. Við þurfum leiðtoga sem ,,hefur þegar" sýnt okkur ástríðu sína, traust, metnað og vilja til að gera landið okkar betra allsstaðar. Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í þér og það er Inga Sæland og Flokkur fólksins. Skoðaðu alla flokkana og síðustu tvö kjörtímabil og segðu að ég hafi rangt fyrir mér. Við þurfum leiðtoga sem vinnur í lausnum en ekki hindrunum. Við þurfum leiðtoga sem sér alla þjóðina í sér þegar hún horfir í spegil. Við þurfum friðarsinna og manneskju með ástríðu og kraft til að gera og breyta hlutunum til góðs en ekki bara tala um þá. Við þurfum Ingu Sæland og Flokk Fólksins. Við þurfum einingu en ekki sundrung. Við þurfum einhvern sem berst fyrir ÞIG en ekki bara ÞÁ. Við þurfum einhvern sem mætir á Alþingi og breytir hlutunum. Veldu ÞIG og með því þá velur þú okkur öll. Veldu Flokk Fólksins. Veldu ÞIG. Höfundur er kjósandi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Bob Marley er líklegast einn mesti friðarsinni síðustu áratugina ásamt John Lennon og Ghandi. Bob Marley sá heiminn ekki eins og ,,Ég og þú." Eða ,,Við og þeir." Hann sá heiminn eins og ,,Ég og Ég." Eining. Hann sá heiminn sem einingu og barðist friðsamlega með tónlist sinni sem fjallaði mest um ást, frið og einingu mannkyns. Hann barðist friðsamlega með ástríðu sinni, sköpunargáfu og röddinni sinni. Með tónlist sinni. Strákur sem fæddist í fátækt og varð vegna skilaboða sinna og karakters ein stærsta tónlistar og friðarstjarna plánetunnar. Hann reyndi að vekja mannkynið upp á mjög erfiðum tímum, stríðstímum. Og tónlist hann og skilaboð um frið og einingu eru ennþá að berast um jörðina þó hann sé farinn af jörðinni. Hann er ennþá að hafa áhrif á mannkynið til góðs vegna þess hvað hann skildi eftir sig. Boðskap um frið, ást og einingu mannkyns. Tónlist hans um frið, einingu og ást er spiluð á hverjum degi um alla jörðina og berst áfram til nýrra kynslóða. ,,Ég og Èg." ,,Ein spegilmynd." ,,Við erum öll eitt." - Bob Marley Þannig leiðtoga þurfum við á Íslandi. Við þurfum leiðtoga sem sjá okkur öll sem eitt eins og Bob Marley. Við þurfum leiðtoga sem hjálpar öllu landinu en ekki bara hlutum þess og ákveðnu fólki heldur öllum. Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir réttlæti ALLRA. Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir heilbrigðiskerfinu okkar, skólakerfinu, sköttum, húsnæðismálum og svo framvegis en tala bara ekki um það. Við þurfum leiðtoga sem ,,gera" en ekki bara ,,tala." Við þurfum leiðtoga sem hugsa: ,,Einn fyrir alla, allir fyrir einn." Við þurfum leiðtoga sem hugsar um ÞIG en ekki bara ÞÁ. Við þurfum leiðtoga með ástríðu eins og Bob Marley til að byggja landið upp á réttan og góðan hátt fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir framtíðinnar. Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í Íslensku þjóðinni. Við þurfum leiðtoga sem sameinar en aðskilur ekki. Við þurfum leiðtoga sem ,,hefur þegar" sýnt okkur ástríðu sína, traust, metnað og vilja til að gera landið okkar betra allsstaðar. Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í þér og það er Inga Sæland og Flokkur fólksins. Skoðaðu alla flokkana og síðustu tvö kjörtímabil og segðu að ég hafi rangt fyrir mér. Við þurfum leiðtoga sem vinnur í lausnum en ekki hindrunum. Við þurfum leiðtoga sem sér alla þjóðina í sér þegar hún horfir í spegil. Við þurfum friðarsinna og manneskju með ástríðu og kraft til að gera og breyta hlutunum til góðs en ekki bara tala um þá. Við þurfum Ingu Sæland og Flokk Fólksins. Við þurfum einingu en ekki sundrung. Við þurfum einhvern sem berst fyrir ÞIG en ekki bara ÞÁ. Við þurfum einhvern sem mætir á Alþingi og breytir hlutunum. Veldu ÞIG og með því þá velur þú okkur öll. Veldu Flokk Fólksins. Veldu ÞIG. Höfundur er kjósandi Flokks fólksins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun