Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 13:01 Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar. Hér ætla ég þó ekki að hafa skoðun á lengd fangelsisdóma fyrir utan að sorglega illa er tekið á að mínu mati, alvarlegum ofbeldis- barnaníðings- og nauðgunarmálum innan dómskerfisins. Það er annað og mikilvægt umfjöllunarefni. Mitt umfjöllunarefni hér er hvað tekur við þegar dómur fellur og fangelsisvist blasir við. Þrátt fyrir miklar og erfiðar tilfinningar í kringum afbrotamál þurfum við samt sem áður að spyrja okkur þeirrar grundvallarspurningar hvort einstaklingur innan fangelsisveggja eigi ekki rétt á betrun því hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá munu þessir einstaklingar koma aftur út í samfélagið okkar eftir afplánun. Hvert eiga þeir þá að fara og hvað tekur við? Meðferðar- og betrunarúrræði innan kerfisins eru til mikillar skammar fyrir það velferðarsamfélag sem við kennum okkur við sem ein ríkasta þjóð heims. Fangelsin eru yfirfull, að stórum hluta úrelt og húsakostur óboðlegur. Eins og komið hefur fram í viðtölum við sérfræðinga innan kerfisins er t.d. ekki hægt að aðskilja unga óharðnaða fanga frá þeim eldri og harðsvíruðustu. Hvaða útkomu gefur það okkur? Meðferðarúrræðin eru í skötulíki þegar kemur að vímuefnamisnotkun. Afbrotamenn sem glíma við alvarleg geðheilsuvandamál eru settir innan um aðra almenna fanga í stað sérúrræða fyrir slíkan hóp. Farið hefur framhjá fæstum umfjöllunin um Stuðla og það neyðarástand sem ríkir þar í málefnum ungra afbrotamanna undir lögaldri þar sem öllum einstaklingum er blandað saman án tillits til geð- og fíkniefnavanda sem og alvarleika afbrota og ástands einstaklings. Eftir áralanga herferð ríkisins um landið í lokunum og niðurbroti á meðferðarúrræðum barna stöndum við eftir með ekki bara færri hæfa og reynslumikla einstaklinga með þekkingu sem tapast í burtu, heldur einnig með of fáa hæfa starfsmenn sem eru að bugast undan því gríðarlega óvinveitta og hættulega umhverfi sem þeim er boðið upp á í starfi. Hvar halda menn að börnin þarna endi eftir að lögaldri er náð? Líkurnar á betrun og betra lífi hafa að minnsta kosti minnkað verulega við núverandi aðstæður. Þá er algjörlega óhæft að kerfið geti ekki brugðist við gagnvart einstaklingum sem taldir eru sérstaklega hættulegir umhverfi sínu og þeir vistaðir í úrræði sem ynni með slíkt, í þeim eina tilgangi að vernda aðra (oft á tíðum nána fjölskyldumeðlimi). Sem dæmi nefni ég manndrápstilraunina á Vopnafirði nýlega en þar brást flest allt sem hægt er að nefna og lögreglan þar á meðal. Eftir ítrekaðar tilkynningar fyrrum sambýliskonu mannsins til lögreglu vegna hótana í hennar garð (m.a. skjáskot) ræðst hann á endanum á hana á heimili hennar að viðstöddum tveim ungum börnum og reynir að nauðga henni. Hún kærir hann strax til lögreglu og farið er fram á nálgunarbann. Manninum er sleppt lausum eftir skýrslutöku. Tveim dögum síðar er nálgunarbannsbeiðninni hafnað þar sem málið er ekki talið nægilega alvarlegt. Örfáum KLUKKUTÍMUM síðar ræðst hann aftur á hana í þeim tilgangi að myrða hana með því að reka hana í gegn með járnkarli og reynir svo að kyrkja hana í kjölfarið. Sólarhring síðar er manninum sleppt og málið talið upplýst. Sólarhring seinna er svo allt í einu ákveðið að kalla manninn inn aftur og þá settur í gæsluvarðhald. Þó taldi lögregla ástæða til að svipta hann byssuleyfi og fjarlægja öll skotvopn í hans eigu vegna annara mála fyrir þessa atburðarás. Eftir situr heil fjölskylda í sárum sem mun seint eða aldrei ná sér að fullu. Við þurfum að hafa í huga að keðjuverkunaráhrif slíks kerfis er við búum við í dag er gríðarleg og margföldunaráhrifin mikil, sem hefur áhrif inn í t.d. heilbrigðiskerfið og margfaldar að mínu mati það álag sem annars væri ef fjárfest væri með raunverulegum áhuga í betrunarumhverfi þjóðarinnar. Því þetta er einmitt fjárfesting til lengri tíma sem myndi launa samfélaginu með virkari og heilli einstaklingum sem hluta af okkar samfélagi og þeim veikari yrði fundinn staður til verndar sjálfum sér og öðrum. Meðferðar- og betrunarúrræði eru risastór hluti af grunni lýðheilsu þjóðarinnar og það er sorglegt að horfa upp á ríkisstjórn sem er meira tilbúin að sóa skattpeningum okkar í vanhugsuð loftlagsverkefni heldur en að fjárfesta beint í fólkinu okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar. Hér ætla ég þó ekki að hafa skoðun á lengd fangelsisdóma fyrir utan að sorglega illa er tekið á að mínu mati, alvarlegum ofbeldis- barnaníðings- og nauðgunarmálum innan dómskerfisins. Það er annað og mikilvægt umfjöllunarefni. Mitt umfjöllunarefni hér er hvað tekur við þegar dómur fellur og fangelsisvist blasir við. Þrátt fyrir miklar og erfiðar tilfinningar í kringum afbrotamál þurfum við samt sem áður að spyrja okkur þeirrar grundvallarspurningar hvort einstaklingur innan fangelsisveggja eigi ekki rétt á betrun því hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá munu þessir einstaklingar koma aftur út í samfélagið okkar eftir afplánun. Hvert eiga þeir þá að fara og hvað tekur við? Meðferðar- og betrunarúrræði innan kerfisins eru til mikillar skammar fyrir það velferðarsamfélag sem við kennum okkur við sem ein ríkasta þjóð heims. Fangelsin eru yfirfull, að stórum hluta úrelt og húsakostur óboðlegur. Eins og komið hefur fram í viðtölum við sérfræðinga innan kerfisins er t.d. ekki hægt að aðskilja unga óharðnaða fanga frá þeim eldri og harðsvíruðustu. Hvaða útkomu gefur það okkur? Meðferðarúrræðin eru í skötulíki þegar kemur að vímuefnamisnotkun. Afbrotamenn sem glíma við alvarleg geðheilsuvandamál eru settir innan um aðra almenna fanga í stað sérúrræða fyrir slíkan hóp. Farið hefur framhjá fæstum umfjöllunin um Stuðla og það neyðarástand sem ríkir þar í málefnum ungra afbrotamanna undir lögaldri þar sem öllum einstaklingum er blandað saman án tillits til geð- og fíkniefnavanda sem og alvarleika afbrota og ástands einstaklings. Eftir áralanga herferð ríkisins um landið í lokunum og niðurbroti á meðferðarúrræðum barna stöndum við eftir með ekki bara færri hæfa og reynslumikla einstaklinga með þekkingu sem tapast í burtu, heldur einnig með of fáa hæfa starfsmenn sem eru að bugast undan því gríðarlega óvinveitta og hættulega umhverfi sem þeim er boðið upp á í starfi. Hvar halda menn að börnin þarna endi eftir að lögaldri er náð? Líkurnar á betrun og betra lífi hafa að minnsta kosti minnkað verulega við núverandi aðstæður. Þá er algjörlega óhæft að kerfið geti ekki brugðist við gagnvart einstaklingum sem taldir eru sérstaklega hættulegir umhverfi sínu og þeir vistaðir í úrræði sem ynni með slíkt, í þeim eina tilgangi að vernda aðra (oft á tíðum nána fjölskyldumeðlimi). Sem dæmi nefni ég manndrápstilraunina á Vopnafirði nýlega en þar brást flest allt sem hægt er að nefna og lögreglan þar á meðal. Eftir ítrekaðar tilkynningar fyrrum sambýliskonu mannsins til lögreglu vegna hótana í hennar garð (m.a. skjáskot) ræðst hann á endanum á hana á heimili hennar að viðstöddum tveim ungum börnum og reynir að nauðga henni. Hún kærir hann strax til lögreglu og farið er fram á nálgunarbann. Manninum er sleppt lausum eftir skýrslutöku. Tveim dögum síðar er nálgunarbannsbeiðninni hafnað þar sem málið er ekki talið nægilega alvarlegt. Örfáum KLUKKUTÍMUM síðar ræðst hann aftur á hana í þeim tilgangi að myrða hana með því að reka hana í gegn með járnkarli og reynir svo að kyrkja hana í kjölfarið. Sólarhring síðar er manninum sleppt og málið talið upplýst. Sólarhring seinna er svo allt í einu ákveðið að kalla manninn inn aftur og þá settur í gæsluvarðhald. Þó taldi lögregla ástæða til að svipta hann byssuleyfi og fjarlægja öll skotvopn í hans eigu vegna annara mála fyrir þessa atburðarás. Eftir situr heil fjölskylda í sárum sem mun seint eða aldrei ná sér að fullu. Við þurfum að hafa í huga að keðjuverkunaráhrif slíks kerfis er við búum við í dag er gríðarleg og margföldunaráhrifin mikil, sem hefur áhrif inn í t.d. heilbrigðiskerfið og margfaldar að mínu mati það álag sem annars væri ef fjárfest væri með raunverulegum áhuga í betrunarumhverfi þjóðarinnar. Því þetta er einmitt fjárfesting til lengri tíma sem myndi launa samfélaginu með virkari og heilli einstaklingum sem hluta af okkar samfélagi og þeim veikari yrði fundinn staður til verndar sjálfum sér og öðrum. Meðferðar- og betrunarúrræði eru risastór hluti af grunni lýðheilsu þjóðarinnar og það er sorglegt að horfa upp á ríkisstjórn sem er meira tilbúin að sóa skattpeningum okkar í vanhugsuð loftlagsverkefni heldur en að fjárfesta beint í fólkinu okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun