Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:15 Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun