Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson skrifar 3. nóvember 2024 07:32 Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar