Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson skrifar 3. nóvember 2024 07:02 Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun