Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 19:18 Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar