Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:31 Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar