Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:17 Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun