Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar 1. nóvember 2024 09:45 Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar