Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar 1. nóvember 2024 07:17 Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun