Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Aron Guðmundsson skrifar 31. október 2024 14:32 Damon Hill líkir ríkjandi heimsmeistaranum í Formúlu 1, Max Verstappen, við illmennið Dick Dastardly Samsett mynd Fyrrum heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Bretinn Damon Hill, gagnrýnir ríkjandi heimsmeistara, Hollendinginn Max Verstappen harðlega fyrir tilburði hans í Mexíkó kappakstrinum um síðastliðna helgi og líkir honum við illmennið Dick Dastardly út teiknimyndaþáttunum Vaskir vagnar (e.Wacky Races.) Verstappen, sem ekur fyrir lið Red Bull Racing, fékk tvær refsingar í umræddum kappakstri og samanlagt fékk hann tuttugu sekúndna refsingu fyrir atvik sem áttu sér stað í baráttu hans við Lando Norris, ökuþór McLaren, sem hefur sótt að Verstappen á toppi stigakeppni ökuþóra undanfarnar keppnishelgar. Norris á papaya litaða bíl McLaren og Verstappen á bíl Red Bull Racing berjast hér í MexíkóVísir/Getty Verstappen endaði í sjötta sæti kappakstursins á meðan að Norris kom í mark í öðru sæti og náði þar með að saxa enn frekar á forystu Hollendingsins sem stendur í fjörutíu og sjö stigum þegar að fjórar keppnishelgar eru af tímabilinu. Pressan hefur verið að magnast á Verstappen og er hann farinn að finna fyrir Norris anda niður hálsmál sitt. Það er farið að sjást innan brautar. „Í fyrra atvikinu milli þeirra Verstappen og Norris slær sá fyrrnefndi hvergi af til þess að ná beygjunni og skilja eftir pláss fyrir Norris. Þetta var hann að segja: „þú ert ekki að fara hérna í gegn.“ Seinna atvikið hafi minnt á illmenni úr teiknimyndaseríu sem var vinsæl hér á árum áður. „Þar voru þetta bara tilburðir eins og við sáum hjá Dick Dastardly. Hann gaf bara í rétt fyrir beygjuna og ók með Norris út af brautinni. Norris gat ekkert gert. Þetta var heimskulegur akstur.“ Verstappen sjálfur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem að hann hefur fengið í sinn garð varðandi ökustíl sinn. „Ég ek bara eins og ég til mig þurfa að aka. Keppnishelgina fyrir Mexíkó var allt í góðu með þetta, í Mexíkó fæ ég svo tuttugu sekúndna refsingu. Ég ætla ekki að væla sökum þess. Ætla heldur ekki að deila minni skoðun á þessu. Stærsta vandamál mitt var að við áttum slæman dag hvað keppnishraðan varðar.“ Keppnishelgin í Sao Paulo í Brasilíu hefst á morgun og um sprettkeppnishelgi er að ræða. Eitt hundrað og tuttugu stig eru enn í pottinum og bilið á toppnum milli Verstappen og Norris aðeins fjörutíu og sjö stig. Fjórar keppnishelgar eftir og Verstappen í leit að sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð, Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta. Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen, sem ekur fyrir lið Red Bull Racing, fékk tvær refsingar í umræddum kappakstri og samanlagt fékk hann tuttugu sekúndna refsingu fyrir atvik sem áttu sér stað í baráttu hans við Lando Norris, ökuþór McLaren, sem hefur sótt að Verstappen á toppi stigakeppni ökuþóra undanfarnar keppnishelgar. Norris á papaya litaða bíl McLaren og Verstappen á bíl Red Bull Racing berjast hér í MexíkóVísir/Getty Verstappen endaði í sjötta sæti kappakstursins á meðan að Norris kom í mark í öðru sæti og náði þar með að saxa enn frekar á forystu Hollendingsins sem stendur í fjörutíu og sjö stigum þegar að fjórar keppnishelgar eru af tímabilinu. Pressan hefur verið að magnast á Verstappen og er hann farinn að finna fyrir Norris anda niður hálsmál sitt. Það er farið að sjást innan brautar. „Í fyrra atvikinu milli þeirra Verstappen og Norris slær sá fyrrnefndi hvergi af til þess að ná beygjunni og skilja eftir pláss fyrir Norris. Þetta var hann að segja: „þú ert ekki að fara hérna í gegn.“ Seinna atvikið hafi minnt á illmenni úr teiknimyndaseríu sem var vinsæl hér á árum áður. „Þar voru þetta bara tilburðir eins og við sáum hjá Dick Dastardly. Hann gaf bara í rétt fyrir beygjuna og ók með Norris út af brautinni. Norris gat ekkert gert. Þetta var heimskulegur akstur.“ Verstappen sjálfur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem að hann hefur fengið í sinn garð varðandi ökustíl sinn. „Ég ek bara eins og ég til mig þurfa að aka. Keppnishelgina fyrir Mexíkó var allt í góðu með þetta, í Mexíkó fæ ég svo tuttugu sekúndna refsingu. Ég ætla ekki að væla sökum þess. Ætla heldur ekki að deila minni skoðun á þessu. Stærsta vandamál mitt var að við áttum slæman dag hvað keppnishraðan varðar.“ Keppnishelgin í Sao Paulo í Brasilíu hefst á morgun og um sprettkeppnishelgi er að ræða. Eitt hundrað og tuttugu stig eru enn í pottinum og bilið á toppnum milli Verstappen og Norris aðeins fjörutíu og sjö stig. Fjórar keppnishelgar eftir og Verstappen í leit að sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð, Norris er á höttunum eftir sínum fyrsta.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti