Mælum með Hafþór Reynisson skrifar 30. október 2024 14:32 Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar