Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar 30. október 2024 12:15 Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun