Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar 30. október 2024 11:17 Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun