Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar 30. október 2024 07:30 „Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar