Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar 29. október 2024 15:33 Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Erindi eftirfarandi greinar er fyrst og fremst menningarlegt umhugsunarefni nú þegar gengið verður til þingkosninga eftir sléttan mánuð. Þessa dagana les ég inn bókina Besti vinur aðal fyrir Hljóðbókasafnið, stofnun sem lánar sjónskertum út bækur. Einn í litlum og lokuðum klefa safnsins rak ég í gær augun í villu í bókinni og sá samstundis fyrir mér krítík um bókina sem yrði eitthvað á þessa leið: „Óþarft er að ræða þessa bók í mörgum orðum, þar sem í henni er villa sem sýnir fram á að ekki stendur steinn yfir steini hjá höfundi. Ég gef bókinni hauskúpu fyrir ónákvæmni. – NN.“ En af hverju er ég að segja ykkur þetta? Getur það annað en skaðað efnahag minn og orðspor að benda ótilneytt á villu í bók sem nú er til sölu? Dólgaleitin Það vakti verðskuldaða athygli þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ræddi blöndun menningarheima í síðustu viku. Lífskjör skuldugra Íslendinga hafa snarversnað síðustu misseri. Innviðaskuld hleðst upp. Ef of hátt hlutfall af peningum ríkisins fer í sukk og svínarí í stað þess að styrkja innviði í samræmi við fleiri notendur finnst sumum freistandi að gera þá að sökudólgum sem halda þó samfélaginu okkar gangandi. Æ fleiri tala inn í óttann, kannski vegna þess hve hrygg við erum þessa dagana. Hrygg vegna þess að það hefur runnið upp fyrir okkur að óslitnar línulegar framfarir allt frá síðari heimsstyrjöldinni hafa vikið fyrir bakslagi. Bakslagið er menningarlegt, efnahagslegt og öryggislegt. Börn drepa börn hér á landi og fullorðnir drepa börn. Allt of mörg okkar eru veik, fátæk, útskúfuð og týnd. Við höfum réttmætar áhyggjur af framtíð barna og barnabarna, efnahagslega, menningarlega og umhverfislega. Þegar kvíði og ótti liggur yfir einangraðri eyju í hinu harða norðri misserum saman, þar sem sjálft sumarið leyfir sér stundum að fljúga framhjá, getur orðið freistandi að kenna þeim um ástandið sem ekki eru eins og við. Hvort sem um ræðir hugmyndir eða húðlit. Alræmd fyrir illmælgi Benedikt Gröndal lýsti Íslendingum þannig á nítjándu öldinni að við værum alræmd fyrir illmælgi. Hér er því kannski búið að hefð, en hafi nokkru sinni verið þörf á bættum og breyttum siðum í þessum efnum er það nú mitt í allri fólksfjölguninni. Ef lausn og sátt á að skapast um okkur sjálf sem samfélag blasir við að það gæti verið gott ef við næðum að tileinka okkur að tala betur hvert um annað. Ekki síst fólkið sem leggur fram og lætur hendur standa fram úr ermum. Sælla að gefa en þiggja Leyfum hvert öðru að njóta sannmælis. Rýnum kjarna mála í samhengi, einblínum ekki á ein stök mistök, látum ekki frávikin réttlæta skrímslavæðingu. Ef við venjum okkur á að tala fallega um fólk og ef við trúum að hið góða sé ríkara í mannskepnunni en myrkrið, er líklegt að okkur muni sjálfum líða miklu betur í sálinni. Þótt peningatal eitt og sér hafi um of langt skeið náð að yfirskyggja mestalla þjóðfélagsumræðu á kostnað kjarnamála, svo sem mikilvægi dyggða og æðri gilda, hefur ekkert breyst síðan meistarinn minnti okkur fyrir árþúsundum á eina helstu meginstoð merkingarbærrar tilveru: Að sælla er að gefa en þiggja. Endurheimtum okkur sjálf Ef okkur á að takast að endurheimta lífsgæðin, sem við söknum, endurheimta friðinn sem við söknum, endurheimta öryggið sem við söknum, endurheimta húsnæðistækifærin sem við söknum og ef við við viljum eygja von um matarkörfu sem ekki sker sig frá flestum öðrum matarkörfum vegna innlendrar spillingar, efnahagsóstjórnar og fákeppni, verður að skapast samstaða um mikilvægi helstu úrbóta. Gætum við hugleitt þótt ekki væri nema eitt andartak að okkar fyrrum samhenta íslenska þjóð vann félagslegt og lífsgæðalegt afrek á síðustu öld sem við búum enn að. Þökk sé gríðarlegum náttúruauðlindum að við erum í fínum séns til að endurheimta veraldleg og andleg lífsgæði og þá ekki síst samstöðuna. En það er efni í aðra grein hvernig við gerum það og þá grein mun ég síðar skrifa á þessum sama vettvangi. Það gæti verið forvitnilegt að gera ósamstöðuna og illmælgina að kosningamáli, vegna þess að sundrungin gæti annars reynst okkur dýr. Umræða um það sem aðgreinir okkur mun ein og sér ekki leiða okkur inn í betri tíma. Vonin felst í því að umfaðma það og lyfta því hærra í umræðunni sem sameinar okkur. Höfundur er fjölmiðlamaður og rithöfundur sem skipar þriðja sætið fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar