Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar 29. október 2024 13:31 Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun