„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2024 13:58 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í Smiðju í dag. Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18