Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. október 2024 07:33 Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug. Ávinningar Fráfarandi stjórn kom mörgu til leiðar, en þó ekki mörgum þeim málum sem mestur ágreiningur er um milli hægri- og vinstrimanna. Mörgum Vinstrigrænum fannst íhaldið ráða ferðinni, en í herbúðum Sjálfstæðisflokksins ríkti megn óánægja með hve Vinstrigræn komu mörgum af sínum stefnumálum fram. Mestu skipti að það tókst að ná efnahagslegum og pólitískum stöðugleika 2017, eftir tvær skammlífar ríkisstjórnir, sem hrökkluðustu frá vegna siðferðibrests Íhalds og Miðflokks, og það tókst að sigla þjóðarskútunni gegnum heimsfaraldur og náttúruhamfarir. Þar áttu Vinstrigræn mestan þátt og tókst að verja kjör þess fólks sem veikast stóð. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði telur (í Heimildinni) að ríkisstjórnin hafi náð markverðum árangri við að ljúka málum sem hún lagði upp með, sérstaklega þegar litið er til þeirra stóru áskorana sem komu upp á stjórnartíð hennar. Stefanía nefnir í því samhengi gjaldþrot flugfélagsins Wow air, heimsfaraldur kórónuveirunnar og eldsumbrot á Reykjanesskaga. Hún segir að stjórninni hafi tekist að leiða til lykta mikilvæg mál, til að mynda í tvígang greitt fyrir kjarasamningum með aðgerðum sínum. Þá bendir hún einnig á að hagvöxtur hafi verið töluverður, að undanskildum árunum sem heimsfaraldurinn geisaði, og atvinnuleysi hefur verið lítið. Hins vegar segir Stefanía að ríkisstjórnin hafi ekki ráðist í róttækar breytingar sem einstaklingar og hagsmunahópar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi viljað sjá á kjörtímabilinu. Hingað og ekki lengra Vinstrihreyfingin grænt framboð er mannréttindahreyfing á Alþingi Íslendinga, sem hefur m.a. barist fyrir því að tekið væri vel á móti fólki á flótta. Í 7 ára ríkisstjórnarsamstafi við Sjálfstæðisflokkinn og hina stefnulausu Framsókn áttu þingmenn og ráðherrar VG í höggi við dómsmálaráðherra sem reyndu hvað þau gátu að loka landinu fyrir fóttafólki - líkt og gert var á árunum fyrir síðari heimstyrjöld, þegar landinu var nánast lokað fyrir Gyðingum á flótta undan morðóðum Nazistum. Vinstrihreyfingin varð þó að gefa viss mál eftir, en hafði veruleg áhrif á þær lagabreytingar sem þó voru gerðar. Að endingu sagði VG stopp - og þá sleit Bjarni stjórninni. Það er rétt í Heimildinni, að Vinstrihreyfingin samþykkti umrædd frumvörp, en vantar að geta þess að þá hafði sú hreyfing hreinsað úr þeim verstu mannvonskuna - gengið eins langt í því og hægt var án þess að stjórnin springi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar var ekkert um að þrengja skilyrði til fjölskyldusameiningar eða að svipta hælisleitendur þjónustu og alls ekkert um lokuð búsetuúrræði, eins og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlaði að knýja fram í haust. Þá var mælirinn fullur – og VG sagði nei. Frumvarp það fól í sér fasisma, fangabúðir og aðför að mannréttindum. Rauði krossinn, Mannréttindaskrifstofan, UNICEF og Barnaheill lýstu yfir áhyggjum af vistun barna í búsetuúrræðinu og sögðu ákvæði frumvarpsins óljós og matskennd. Bjarni Ben gafst upp og sleit ríkisstjórninni, einkum vegna þessa máls, en einnig þvældist náttúruverndarstefna VG fyrir hans fólki. Það bjuggust reyndar fáir við því að Bjarna tækist að feta í fótspor Katrínar og leiða þriggja flokka stjórn. Þar er ekki bara vegna hæfileika(skorts) Bjarna, heldur vegna sundrandi sérgæðistefnu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðstjórn Fráfarandi ríkisstjórn var í raun þjóðstjórn, þar sem mjög ólík stjórnmálaöfl náðu að sameinast um brýnar aðgerðir. Þjóðstjórn er venjulega komið á í neyðarástandi. Ríkti neyðarástand hér 2017? Ekki beint, en þó höfðu hér orðið stjórnarslit með stuttu millibili. Eftir kosningarnar 2017 leit út fyrir að engir flokkar næðu saman í ríkisstjórn, þar tll mannasættinum Katrínu Jakobsdóttur tókst að sameina ólíkustu öflin í eina stjórn. Því afreki fylgdi hún eftir með því að leiða slíka stjórn í nærri 7 ár. Því samstarfi hefði mátt ljúka eftir eitt kjörtímabil, 2021, þegar kominn var á stöðugleiki í stjórnmálunum, en þá var covid í algleymingi - sem sagt nýtt neyðarástand. Það varð til þess að stjórnarflokkarnir styrktu umboð sitt í kosningum og ákváðu að halda áfram. Fljótlega eftir að covid-faraldrinum lauk urðu náttúruhamfarir og Grindavík, einn öflugasti útgerðarbær landsins, fer í eyði um tíma. Það var mikið áfall og ástæða til áframhaldandi þjóðstjórnar. En við náðum tökum á því og nú er ekki lengur augljóst neyðarástand - og því ekki lengur þörf fyrir þjóðstjórn? Kominn tími og tækifæri til að fara aftur að deila og drottna og hver að ota sínum tota? Svo var Katrín Jakobsdóttir búin að láta af forystunni og augljóst að Bjarni Ben fór ekki í fötin hennar. Nú eru síðustu leifar þjóðstjórnar Katrínar í tætlum og pólitíska sundrungin gæti náð nýjum hæðum. Margir glaðir, en ég kvíðinn, einkum ef ég lít út fyrir landsteinana, yfir heimsbyggðina. Víða eflast ill öfl og saklaust fólk er líflátið í meira mæli en oft áður. Öfga-hægriöfl sækja í sig veðrið, með sínum eyðingarmætti. Munum við bera gæfu til að kjósa yfir okkur ábyrgt fólk sem hleður ekki bara undir sinn eigin rass? Mun mennskan sigra komandi kosningar - eða mun óöld magnast? Við Vinstrigræn viljum vistvænt, friðsamt samfélag - fyrir okkur öll – og vinnum að því eftir kosningar, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug. Ávinningar Fráfarandi stjórn kom mörgu til leiðar, en þó ekki mörgum þeim málum sem mestur ágreiningur er um milli hægri- og vinstrimanna. Mörgum Vinstrigrænum fannst íhaldið ráða ferðinni, en í herbúðum Sjálfstæðisflokksins ríkti megn óánægja með hve Vinstrigræn komu mörgum af sínum stefnumálum fram. Mestu skipti að það tókst að ná efnahagslegum og pólitískum stöðugleika 2017, eftir tvær skammlífar ríkisstjórnir, sem hrökkluðustu frá vegna siðferðibrests Íhalds og Miðflokks, og það tókst að sigla þjóðarskútunni gegnum heimsfaraldur og náttúruhamfarir. Þar áttu Vinstrigræn mestan þátt og tókst að verja kjör þess fólks sem veikast stóð. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði telur (í Heimildinni) að ríkisstjórnin hafi náð markverðum árangri við að ljúka málum sem hún lagði upp með, sérstaklega þegar litið er til þeirra stóru áskorana sem komu upp á stjórnartíð hennar. Stefanía nefnir í því samhengi gjaldþrot flugfélagsins Wow air, heimsfaraldur kórónuveirunnar og eldsumbrot á Reykjanesskaga. Hún segir að stjórninni hafi tekist að leiða til lykta mikilvæg mál, til að mynda í tvígang greitt fyrir kjarasamningum með aðgerðum sínum. Þá bendir hún einnig á að hagvöxtur hafi verið töluverður, að undanskildum árunum sem heimsfaraldurinn geisaði, og atvinnuleysi hefur verið lítið. Hins vegar segir Stefanía að ríkisstjórnin hafi ekki ráðist í róttækar breytingar sem einstaklingar og hagsmunahópar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi viljað sjá á kjörtímabilinu. Hingað og ekki lengra Vinstrihreyfingin grænt framboð er mannréttindahreyfing á Alþingi Íslendinga, sem hefur m.a. barist fyrir því að tekið væri vel á móti fólki á flótta. Í 7 ára ríkisstjórnarsamstafi við Sjálfstæðisflokkinn og hina stefnulausu Framsókn áttu þingmenn og ráðherrar VG í höggi við dómsmálaráðherra sem reyndu hvað þau gátu að loka landinu fyrir fóttafólki - líkt og gert var á árunum fyrir síðari heimstyrjöld, þegar landinu var nánast lokað fyrir Gyðingum á flótta undan morðóðum Nazistum. Vinstrihreyfingin varð þó að gefa viss mál eftir, en hafði veruleg áhrif á þær lagabreytingar sem þó voru gerðar. Að endingu sagði VG stopp - og þá sleit Bjarni stjórninni. Það er rétt í Heimildinni, að Vinstrihreyfingin samþykkti umrædd frumvörp, en vantar að geta þess að þá hafði sú hreyfing hreinsað úr þeim verstu mannvonskuna - gengið eins langt í því og hægt var án þess að stjórnin springi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar var ekkert um að þrengja skilyrði til fjölskyldusameiningar eða að svipta hælisleitendur þjónustu og alls ekkert um lokuð búsetuúrræði, eins og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlaði að knýja fram í haust. Þá var mælirinn fullur – og VG sagði nei. Frumvarp það fól í sér fasisma, fangabúðir og aðför að mannréttindum. Rauði krossinn, Mannréttindaskrifstofan, UNICEF og Barnaheill lýstu yfir áhyggjum af vistun barna í búsetuúrræðinu og sögðu ákvæði frumvarpsins óljós og matskennd. Bjarni Ben gafst upp og sleit ríkisstjórninni, einkum vegna þessa máls, en einnig þvældist náttúruverndarstefna VG fyrir hans fólki. Það bjuggust reyndar fáir við því að Bjarna tækist að feta í fótspor Katrínar og leiða þriggja flokka stjórn. Þar er ekki bara vegna hæfileika(skorts) Bjarna, heldur vegna sundrandi sérgæðistefnu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðstjórn Fráfarandi ríkisstjórn var í raun þjóðstjórn, þar sem mjög ólík stjórnmálaöfl náðu að sameinast um brýnar aðgerðir. Þjóðstjórn er venjulega komið á í neyðarástandi. Ríkti neyðarástand hér 2017? Ekki beint, en þó höfðu hér orðið stjórnarslit með stuttu millibili. Eftir kosningarnar 2017 leit út fyrir að engir flokkar næðu saman í ríkisstjórn, þar tll mannasættinum Katrínu Jakobsdóttur tókst að sameina ólíkustu öflin í eina stjórn. Því afreki fylgdi hún eftir með því að leiða slíka stjórn í nærri 7 ár. Því samstarfi hefði mátt ljúka eftir eitt kjörtímabil, 2021, þegar kominn var á stöðugleiki í stjórnmálunum, en þá var covid í algleymingi - sem sagt nýtt neyðarástand. Það varð til þess að stjórnarflokkarnir styrktu umboð sitt í kosningum og ákváðu að halda áfram. Fljótlega eftir að covid-faraldrinum lauk urðu náttúruhamfarir og Grindavík, einn öflugasti útgerðarbær landsins, fer í eyði um tíma. Það var mikið áfall og ástæða til áframhaldandi þjóðstjórnar. En við náðum tökum á því og nú er ekki lengur augljóst neyðarástand - og því ekki lengur þörf fyrir þjóðstjórn? Kominn tími og tækifæri til að fara aftur að deila og drottna og hver að ota sínum tota? Svo var Katrín Jakobsdóttir búin að láta af forystunni og augljóst að Bjarni Ben fór ekki í fötin hennar. Nú eru síðustu leifar þjóðstjórnar Katrínar í tætlum og pólitíska sundrungin gæti náð nýjum hæðum. Margir glaðir, en ég kvíðinn, einkum ef ég lít út fyrir landsteinana, yfir heimsbyggðina. Víða eflast ill öfl og saklaust fólk er líflátið í meira mæli en oft áður. Öfga-hægriöfl sækja í sig veðrið, með sínum eyðingarmætti. Munum við bera gæfu til að kjósa yfir okkur ábyrgt fólk sem hleður ekki bara undir sinn eigin rass? Mun mennskan sigra komandi kosningar - eða mun óöld magnast? Við Vinstrigræn viljum vistvænt, friðsamt samfélag - fyrir okkur öll – og vinnum að því eftir kosningar, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Höfundur er eftirlaunamaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun