Óhæfur leiðtogi? Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 28. október 2024 06:45 Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar