Er ekki einokun Háskóla Íslands óviðunandi? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. október 2024 14:00 Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun