Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi Arnar Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 10:32 Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun