Fjölmennar kvennastéttir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. október 2024 14:01 Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun