Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:31 Pavel Ermolinskij ætlar að gaza í kvöld á Stöð 2 BD. Stöð 2 Sport „Maður er ekkert vanur að vera með svona mikla pressu á sér í fjórða leik á Íslandsmótinu,“ segir Helgi Már Magnússon um Gaz-leik kvöldsins, þar sem stigalausir Álftnesingar sækja KR heim í Bónus-deildinni í körfubolta. Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira