„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2024 21:41 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt. „Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur. Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
„Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti