Frægir í framboð Reynir Böðvarsson skrifar 23. október 2024 21:32 Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun