Frægir í framboð Reynir Böðvarsson skrifar 23. október 2024 21:32 Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar