Landbúnaður og kosningar Margrét Gísladóttir skrifar 23. október 2024 13:31 Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun