Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Björn B. Björnsson skrifar 22. október 2024 11:31 Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun