Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Jóhann Hauksson skrifar 21. október 2024 12:32 Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun