Skilríki afhent í Hagkaupum í Skeifunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2024 10:06 Frá og með deginum í dag er hægt að sækja skilríki frá Þjóðskrá í Hagkaupum í Skeifunni. Frá og með deginum í dag verður hægt að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni, allan sólahringinn, alla daga vikunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðskrá og Hagkaup. Þar segir að gæta þurfi að mörgum þáttum þegar skilríki eru afhent og að starfsfólk Hagkaups hafi fengið viðeigandi þjálfun og að sömu öryggisstöðlum verði fylgt eftir sem áður. „Umsækjandi sem óskar eftir því að sækja skilríkin í Hagkaup hefur til þess 7 daga frá því að skilríkið er tilbúið. Eftir þann tíma þarf viðkomandi að sækja skilríkið til Þjóðskrár, Borgartúni 21,“ segir í tilkynningunni. „Við höfum lengi leitað lausna við að bjóða okkar viðskiptavinum upp á betri þjónustu við afhendingu skilríkja,“ er haft eftir Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. Þar hafi menn verið að leita leiða til að bæta þjónustuna, til að mynda með tilliti til staðsetningar, opnunartíma og bílastæða án gjaldtöku. Hagkaup hafi þannig komið til umræðu og stjórnendur fyrirtækisins tekið vel í hugmyndina. Um er að ræða sex mánaða tilraunaverkefni. „Við vorum himinlifandi að fá þessa fyrirspurn frá Þjóðskrá því við sem þjónustufyrirtæki erum stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta betur þörfum viðskiptavina okkar. Við erum því stolt af því að vera valin í þetta samstarf af ríkisstofnun sem þorir að hugsa út fyrir boxið, eins og sagt er. Það verður án efa mikil breyting fyrir viðskiptavini Þjóðskrár að geta komið þegar þeim hentar til að sækja skilríki sín og við hlökkum til að taka á móti þeim öllum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups. Verslun Reykjavík Vegabréf Stjórnsýsla Matvöruverslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðskrá og Hagkaup. Þar segir að gæta þurfi að mörgum þáttum þegar skilríki eru afhent og að starfsfólk Hagkaups hafi fengið viðeigandi þjálfun og að sömu öryggisstöðlum verði fylgt eftir sem áður. „Umsækjandi sem óskar eftir því að sækja skilríkin í Hagkaup hefur til þess 7 daga frá því að skilríkið er tilbúið. Eftir þann tíma þarf viðkomandi að sækja skilríkið til Þjóðskrár, Borgartúni 21,“ segir í tilkynningunni. „Við höfum lengi leitað lausna við að bjóða okkar viðskiptavinum upp á betri þjónustu við afhendingu skilríkja,“ er haft eftir Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. Þar hafi menn verið að leita leiða til að bæta þjónustuna, til að mynda með tilliti til staðsetningar, opnunartíma og bílastæða án gjaldtöku. Hagkaup hafi þannig komið til umræðu og stjórnendur fyrirtækisins tekið vel í hugmyndina. Um er að ræða sex mánaða tilraunaverkefni. „Við vorum himinlifandi að fá þessa fyrirspurn frá Þjóðskrá því við sem þjónustufyrirtæki erum stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta betur þörfum viðskiptavina okkar. Við erum því stolt af því að vera valin í þetta samstarf af ríkisstofnun sem þorir að hugsa út fyrir boxið, eins og sagt er. Það verður án efa mikil breyting fyrir viðskiptavini Þjóðskrár að geta komið þegar þeim hentar til að sækja skilríki sín og við hlökkum til að taka á móti þeim öllum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.
Verslun Reykjavík Vegabréf Stjórnsýsla Matvöruverslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira