Skilríki afhent í Hagkaupum í Skeifunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2024 10:06 Frá og með deginum í dag er hægt að sækja skilríki frá Þjóðskrá í Hagkaupum í Skeifunni. Frá og með deginum í dag verður hægt að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni, allan sólahringinn, alla daga vikunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðskrá og Hagkaup. Þar segir að gæta þurfi að mörgum þáttum þegar skilríki eru afhent og að starfsfólk Hagkaups hafi fengið viðeigandi þjálfun og að sömu öryggisstöðlum verði fylgt eftir sem áður. „Umsækjandi sem óskar eftir því að sækja skilríkin í Hagkaup hefur til þess 7 daga frá því að skilríkið er tilbúið. Eftir þann tíma þarf viðkomandi að sækja skilríkið til Þjóðskrár, Borgartúni 21,“ segir í tilkynningunni. „Við höfum lengi leitað lausna við að bjóða okkar viðskiptavinum upp á betri þjónustu við afhendingu skilríkja,“ er haft eftir Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. Þar hafi menn verið að leita leiða til að bæta þjónustuna, til að mynda með tilliti til staðsetningar, opnunartíma og bílastæða án gjaldtöku. Hagkaup hafi þannig komið til umræðu og stjórnendur fyrirtækisins tekið vel í hugmyndina. Um er að ræða sex mánaða tilraunaverkefni. „Við vorum himinlifandi að fá þessa fyrirspurn frá Þjóðskrá því við sem þjónustufyrirtæki erum stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta betur þörfum viðskiptavina okkar. Við erum því stolt af því að vera valin í þetta samstarf af ríkisstofnun sem þorir að hugsa út fyrir boxið, eins og sagt er. Það verður án efa mikil breyting fyrir viðskiptavini Þjóðskrár að geta komið þegar þeim hentar til að sækja skilríki sín og við hlökkum til að taka á móti þeim öllum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups. Verslun Reykjavík Vegabréf Stjórnsýsla Matvöruverslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðskrá og Hagkaup. Þar segir að gæta þurfi að mörgum þáttum þegar skilríki eru afhent og að starfsfólk Hagkaups hafi fengið viðeigandi þjálfun og að sömu öryggisstöðlum verði fylgt eftir sem áður. „Umsækjandi sem óskar eftir því að sækja skilríkin í Hagkaup hefur til þess 7 daga frá því að skilríkið er tilbúið. Eftir þann tíma þarf viðkomandi að sækja skilríkið til Þjóðskrár, Borgartúni 21,“ segir í tilkynningunni. „Við höfum lengi leitað lausna við að bjóða okkar viðskiptavinum upp á betri þjónustu við afhendingu skilríkja,“ er haft eftir Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. Þar hafi menn verið að leita leiða til að bæta þjónustuna, til að mynda með tilliti til staðsetningar, opnunartíma og bílastæða án gjaldtöku. Hagkaup hafi þannig komið til umræðu og stjórnendur fyrirtækisins tekið vel í hugmyndina. Um er að ræða sex mánaða tilraunaverkefni. „Við vorum himinlifandi að fá þessa fyrirspurn frá Þjóðskrá því við sem þjónustufyrirtæki erum stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta betur þörfum viðskiptavina okkar. Við erum því stolt af því að vera valin í þetta samstarf af ríkisstofnun sem þorir að hugsa út fyrir boxið, eins og sagt er. Það verður án efa mikil breyting fyrir viðskiptavini Þjóðskrár að geta komið þegar þeim hentar til að sækja skilríki sín og við hlökkum til að taka á móti þeim öllum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.
Verslun Reykjavík Vegabréf Stjórnsýsla Matvöruverslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira