Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar 20. október 2024 23:30 Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun