Gerum íslensku að kosningamáli Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 20. október 2024 10:00 Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar