Kæru vinir og stuðningsfólk Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. október 2024 09:01 Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun