Barnafátækt á Íslandi Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 17. október 2024 08:33 Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun