Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 08:32 Kristófer var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira