Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 08:32 Kristófer var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira