Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar 14. október 2024 23:29 Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar