Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 14. október 2024 12:02 Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Sjúkraflutningar Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun