Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar 11. október 2024 11:30 Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun