Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. október 2024 11:21 Veca komst alla leið á seiglunni og vann Sögu 2-0 í hörkuspennandi viðureign þar sem þurfti að þríframlengja seinni leik liðanna. „Hvað vorum við að horfa á hérna?“ spurði Einar Ragnarsson, hristur og hrærður, eftir beina lýsingu hans og Tómasar Jóhannssonar á æsispennandi, þríframlengdum leik Sögu og Veca í 6. umferð Ljósleiðradeildarinnar í Counter Strike í gær. Sjöttu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk á fimmtudagskvöld með þremur leikjum þar sem allra augu beindust að hörkuspennandi viðureign Sögu og Veca sem lauk með þríframlengdum leik í Inferno þar sem Veca hafði loks sigur 22-19. Veca hafði áður lagt andstæðingana í Sögu að velli í Nuke í fyrri leiknum sem einnig var æsispennandi. Lokatölur þar voru 13-10 fyrir Veca sem vann umferðina því 2-0.Úrslit leikja í 6. umferð: Rafík - Þór 0-2 Dusty - Ármann 2-0 ÍA - Höttur 0-2 Saga - Veca 0-2 Kano - Venus 2-0 „Þeir vinna þennan leik ótrúlega. Hvað vorum við að horfa á hérna?“ sagði Einar, um sína menn í Veca, eftir seinni leikinn og bætti við að hann væri í sjokki. Tómas sagði að leikurinn hefði einfaldlega verið „gjörsamlega svakalegur.“ „Ég er í sjokki,“ var meðal þess sem Einar Ragnarsson hafði til málanna að leggja þegar hann og Tómas Jóhannsson fóru yfir leiki Sögu og Veca í gærkvöld. Þá bætti hann við að Veca hafi komist þetta á hreinni og klárri seiglu. „Þessi leikur var tapaður örugglega svona ellefu sinnum hjá Veca en einhvern veginn klóruðu þeir sig til baka.“ Sjöunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst á þriðjudaginn 15. október ananrs vegar með viðureign Dusty og Hattar og Kano og ÍA hins vegar. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum þegar Saga mætir Ármanni, Rafík og Venus eigast við og Þór tekur slaginn við Veca. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 6 umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Sjöttu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk á fimmtudagskvöld með þremur leikjum þar sem allra augu beindust að hörkuspennandi viðureign Sögu og Veca sem lauk með þríframlengdum leik í Inferno þar sem Veca hafði loks sigur 22-19. Veca hafði áður lagt andstæðingana í Sögu að velli í Nuke í fyrri leiknum sem einnig var æsispennandi. Lokatölur þar voru 13-10 fyrir Veca sem vann umferðina því 2-0.Úrslit leikja í 6. umferð: Rafík - Þór 0-2 Dusty - Ármann 2-0 ÍA - Höttur 0-2 Saga - Veca 0-2 Kano - Venus 2-0 „Þeir vinna þennan leik ótrúlega. Hvað vorum við að horfa á hérna?“ sagði Einar, um sína menn í Veca, eftir seinni leikinn og bætti við að hann væri í sjokki. Tómas sagði að leikurinn hefði einfaldlega verið „gjörsamlega svakalegur.“ „Ég er í sjokki,“ var meðal þess sem Einar Ragnarsson hafði til málanna að leggja þegar hann og Tómas Jóhannsson fóru yfir leiki Sögu og Veca í gærkvöld. Þá bætti hann við að Veca hafi komist þetta á hreinni og klárri seiglu. „Þessi leikur var tapaður örugglega svona ellefu sinnum hjá Veca en einhvern veginn klóruðu þeir sig til baka.“ Sjöunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst á þriðjudaginn 15. október ananrs vegar með viðureign Dusty og Hattar og Kano og ÍA hins vegar. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum þegar Saga mætir Ármanni, Rafík og Venus eigast við og Þór tekur slaginn við Veca. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 6 umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12